Um okkur


Sjávariðjan Rifi hf. var stofnuð á árinu 1994 af Kristni J. Friðþjófssyni og fjölskyldu. Sjósókn og vinnsla sjávarfangs er fjölskyldunni í blóð borin og spannar saga sjósóknar yfir hálfa öld. Á rúmum 20 árum eða síðan vinnsla hófst á ferskum og frosnum þorskafurðum hefur orðspor Sjávariðjunnar Rifi hf. vaxið og dafnað enda ávallt kappkostað er að hafa gæði og hreinleika í fyrirrúmi.

Sjávariðjan Rifi hf. er staðsett við höfnina á Rifi sem er rúmlega tvöhundruð manna samfélag.  Rif er hluti af Snæfellsbæ sem telur um 1.800 íbúa á vestanverðu Snæfellsnesi.

Frá Snæfellsnesi eru daglegir flutningar til Reykjavíkur og á alþjóðaflugvöllinn í Keflavík sem er í innan við 250 km fjarlægð og starfsmenn Sjávariðjunnar Rifi hf. eru um 25 talsins

Lagt er upp með að vinna einungis línufisk til að tryggja gæði hráefnisins og eru allir bátar útgerðarfélagsins Kristins J. Friðþjófssonar ehf. útbúnir til línuveiða.

Árið 2015 var fjárfest í fullkominni vatnskurðarvél frá Völku. Vélin er búin röntgentækni og greinir hvar öll bein eru staðsett. Því næst taka við vatnsróbótar sem skera flakið og næst þannig hámarksnýting á hráefninu. Á árinu 2016 var samvalsflokkari tekinn í gagnið sem vigtar og flokkar ferskar afurðir og raðar í frauðkassa

Vörur


Starfsemi Sjávariðjunnar Rifi hf. felst í fullvinnslu á fyrsta flokks sjávarafurðum úr þorski. Stærstum hluta framleiðslunnar er pakkað ferskt í frauðkassa og sendur flugleiðis á áfangastaði í Evrópu og Norður Ameríku

Starfsfólk Sjávariðjunnar Rifi hf. leggur mikla áherslu á að tryggja gæði, hreinleika og afhendingaröryggi. Hráefnis er aflað í gegnum línubáta Kristins J. Friðþjófssonar ehf. auk annarra viðskiptabáta og tryggt er virkt gæðaeftirlit með ástandi hráefnis frá því að það kemur að landi. Við fylgjumst vel með framþróun í vinnslu á sjávarafurðum og horfum ávallt fram á veginn í leit að því að framleiða afurðir sem henta viðskiptavinum okkar sem best.

Gæðastjórn Sjávariðjunnar styðst við HACCP (e. Hazard Analysis and Critical Control Points) eftirlitskerfi sem er skilgreint á íslensku sem greining áhættuþátta og mikilvægra eftirlitsstaða; GÁMES.

Með innra eftirliti leitumst við eftir því að tryggja hollustu mætvæla, öruggt starfsumhverfi og einfalda alla vinnuferla. Auk innra eftirlits þá framkvæmir Matvælastofnun Íslands (www.mast.is) reglubundnar úttektir og svo er alltaf ánægjulegt þegar við fáum heimsóknir frá viðskiptavinum okkar sem fylgjast náið með okkur.

Með nákvæmri vatnskurðarvél frá Völku, sem var tekin í notkun árið 2015, er hægt að bjóða viðskiptavinum upp á sérsniðnar lausnir hvað varðar stærð og þyngd hráefnis.

Hráefnisöflun


Sjávariðjan Rifi hf. er með viðskiptasamning við útgerð Kristins J. Friðþjófssonar ehf. og kemur hráefnið í fiskvinnslunni að mestu leiti frá útgerðinni.

Nýjasti báturinn í flota Kristins J. Friðþjófssonar er Stakkhamar SH 220, sem er 30 tonna plastbátur frá Siglufjarðar Seigi.

Fyrir eru Hamar SH 224, 344 brúttótonn að stærð, og Sæhamar SH 223 sem er 15 brúttótonna plastbátur.

Samtals koma um 1.000 tonn frá bátum í eigu útgerðar Kristins J. Friðþjófsssonar, annað kemur í gegnum aðra viðskiptabáta og fiskmarkaði á Snæfellsnesi.

Ábyrgar fiskveiðar


Fiskimiðin umhverfis Íslands eru auðlind og hana ber að nýta skynsamlega. Sjávariðjan Rifi hf. fylgir gildandi lögum er varða sjálfbæra nýtingu fiskistofna og vinnur að því markmiði að nýta sem best allan afla og þær aukafurðir sem falla til.

Sjávariðjan Rifi hf. er með rekjanleikavottun frá MSC og er einnig þátttakandi í Iceland Responsible Fisheries

Sjávariðjan Rifi hf. er einnig stolt af því að notast notast við 100% endurnýjanlega raforku með upprunaábyrgðum samkvæmt alþjóðlegum staðli og höfum því fengið Grænt ljós frá Orkusölunni. Tilgangur upprunaábyrgðakerfisins er að auka hlut endurnýjanlegrar orku í Evrópu, en ábyrgðirnar eru notaðar til að uppfylla skilyrði -ölda alþjóðlegra umhverfismerkja og geta veitt fyrirtækjum tækifæri í markaðssetningu á vörum og þjónustu.